Gullspor er fjölskyldurekið fyrirtæki með handsmíðuðum skartgripum eftir Svein Ottó Sigurðsson gullsmið og dætur hans Kristínu Eddu og Bergdísi Evu. Sveinn Ottó hóf gullsmíðanám á Íslandi árið 1990 og lauk því við Guldsmede skole í Danmörku árið 1994.

Sveinn vann hjá Georg Jensen að loknu námi en eftir að hann flutti aftur heim árið 1997 hefur hann rekið Ísspor ehf ásamt föður sínum og bróður. Kristín Edda og Bergdís Eva hafa með föður sínum fengið skemmtilegar hugmyndir að skartgripum sem þau hafa útfært í sameiningu.